Pétur Eggerz

Gervigreind: Til gagns eða glötunar?

Gervigreind er að breyta heiminum, en hvernig?
Farið verður yfir þróun á gervigreindarlíkönum Overtune með tilliti til raunverulegs notagildis ásamt siðferðis og lagalegum vangaveltum.

Sem tæknistjóri (CTO) og meðstofnandi Overtune, leiðir Pétur Eggerz vöruþróun, sérstaklega á sviði hljóð- og tónlistartækni, með áherslu á gervigreind. Pétur hefur stýrt gervigreindarverkefnum með Overtune í samstarfi við tónlistarmanninn Joji auk þess að framleiða umdeilda djúpfalsaða atriðið í áramótaskaupinu.
Pétur hefur starfað sem tæknistjóri á sviði framleiðslu í tæpan áratug.