Erindi á Bransadegi 2026:
Geðheilbrigði á vinnustað
– með Helenu Jónsdóttur, sálfræðingi og sérfræðingi hjá Mental ráðgjöf.
Hvað ef vinnan væri ekki bara staður sem við mætum á heldur umhverfi sem styður við líðan, samvinnu og samkennd.
Í þessu lifandi og kraftmikla fræðsluerindi leiðir Helena okkur í gegnum hagnýta blöndu af fræðslu, raunverulegum dæmum og verkfærum sem nýtast okkur strax.
Við skoðum saman:
Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna? – hvernig daglegt starf getur bæði styrkt og dregið úr andlegri heilsu, og hvernig við getum öll lagt okkar af mörkum til nærandi vinnuumhverfis.
Sálræna fyrstu hjálp á vinnustað – hvernig við getum brugðist við þegar samstarfsfólk sýnir merki um vanlíðan, með áherslu á hlustun, stuðning og að vísa á viðeigandi úrræði.
Uppskriftina að góðri geðheilsu – einföld og hagnýt HAM-verkfæri til að hlúa að eigin líðan og ná jafnvægi þegar á reynir.
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjafar. Hún hefur sérhæft sig í að styðja stjórnendur og starfsfólk við að efla geðheilbrigði á vinnustöðum. Helena sameinar fræðilega þekkingu, lifandi nálgun og hagnýtar leiðir sem nýtast í raunverulegum aðstæðum í okkar daglegu störfum.
Bransadagur 2026:
Mental health in the working place
- · What if work is good for your mental health? – How can daily work both enhance and detract from your mental health, and how we can all contribute to a nurturing work environment.
- · Mental health first aid in the workplace? How we can respond when colleagues show signs of distress, with a focus on listening, supporting and referring to appropriate resources.
- · The recipe for good mental health? – A simple and practical HAM tool for coping with your own feelings and achieving balance in the face of adversity.