Velkomin á Bransadaginn
6. janúar 2025 í Hörpu

Fyrirlesarar 2025

Sigga Sunna Reynisdóttir

Sviðs-, brúðu- og búningahönnuður
Sigríður Sunna Reynisdóttir útskrifaðist vorið 2012 með BATP gráðu frá Royal Central School of Speech and Drama, þar sem hún lærði leikbrúðulist og sviðslistir. Áður nam hún almennar bókmenntir og leikhúsfræði við Háskóla Íslands og Universitá Karlová (BA) og textílhönnun og myndlist við Skals School of Arts and Crafts.
 
Síðustu ár hefur Sunna aðallega starfað við hönnun á leikmyndum, búningum og leikbrúðum fyrir ýmis leikhús og leikhópa. Af verkefnum í Borgarleikhúsinu má nefna X, Tvískinnung, 1984, Vísindasýningu Villa, Lóaboratoríum og Hamlet litla. Hún hefur einnig hannað fyrir Leikfélag Akureyrar (Litla Hryllingsbúðin og Lísa í Undralandi), Íslenska Dansflokkinn (Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri) og í Tjarnarbíó (Íó, Manndýr). Á meðal verkefna í Þjóðleikhúsinu eru ÖR, Kópavogskrónika og Meistarinn og Margaríta.
 
Sigríður er listrænn stjórnandi hönnunarteymisins ÞYKJÓ sem hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í þrígang sem og alþjóðlegu YAM verðlaunanna. Hún er önnur stofnenda VaVaVoom leikhópsins sem hafa fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir sýningar sínar frá Tallinn Treff Festival og Music Theater Now.