Málstofa: Staða náms í Kvikmyndagerð á Íslandi.
Anton Máni Svansson
Anton Máni Svansson hefur verið framleiðandi síðan 2004 og lagt áherslu á að byggja upp langtímasamstarf við kvikmyndahöfunda. Hann rekur í dag framleiðslufélagið STILL VIVID. Kvikmyndir hans hafa hlotið yfir 230 verðlaun og viðurkenningar á virtum hátíðum á borð við þær í Cannes, Berlín og Feneyjum, ásamt því að vera framlag Íslands til Óskarsverðlauna í flokki erlendra kvikmynda árin 2020, 2022, 2024 og 2026. Meðal þekktustu kvikmyndaverkefna hans eru: Ástin sem eftir er, Volaða Land, Berdreymi, Hvítur, Hvítur Dagur og Hjartasteinn. Á ferli sínum hefur Anton byggt upp öflugt tengslanet meðframleiðenda og samstarfsaðila víðsvegar um Evrópu. Hann er meðlimur í Evrópsku kvikmyndaakademíunni og hefur tekið þátt í fjölda erlendra vinnusmiðja líkt og EAVE, EFP Producers on the Move, EAVE+, og ACE 33. Auk þess hefur hann gegnt stjórnarsetu fyrir ýmis félög og kvikmyndahátíðir, en þessa stundina er hann sitjandi formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda (SÍK) ásamt því að sitja í Kvikmyndaráði, og vera formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA)
Bransadagur 2026:
Anton Máni Svansson
A film producer since 2004, focusing on forging long-term working relationships with writer-director talents. He is the founder and sole owner of the film production company STILL VIVID. His productions have so far garnered over 230 awards along with widespread acclaim at esteemed festivals like Cannes, Berlin, and Venice. Among noticeable titles are: The Love that remains, Godland, Beautiful Beings, A White, White Day, and Heartstone. Throughout his career, Anton has meticulously cultivated a robust network of co-producers and collaborators across Europe. He is a member of the European Film Academy and an alumnus of programs such as EAVE, EFP Producers on the Move, EAVE+, and ACE 33. His contribution to the Icelandic film industry extends beyond his productions, encompassing board roles for various associations and festivals, as well as chairing SÍK – Association of Icelandic Film Producers and ÍKSA – the Icelandic Film and TV Academy.