Velkomin á Bransadaginn
6. janúar 2025 í Hörpu

Fyrirlesarar 2025

Gísli Berg

Framleiðslu- og kynningarstjóri RÚV

Gísli Berg hefur víðtæka reynslu af sjónvarpsframleiðslu og hefur verið í bransanum í yfir tuttugu ár og starfar í dag sem framleiðslu- og kynningarstjóri hjá RÚV.
Gísli er menntaður viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti.

Sýndarsvið RÚV – möguleikar UnReal í sjónvarpsframleiðslu.

Við hjá RÚV tókum í notkun Virtual Reality lausn frá Pixotope sem við köllum Sýndarsvið.
Á Bransadeginum ætlum við að útskýra hvernig framkvæmdin gekk í upphafi, hvað þarf að hafa í huga þegar þessi tækni er notuð og hvaða möguleika þessi tækni býður uppá.
Sýndarsviðið einfaldar framleiðslu og bætir nýtingu á stúdíói RÚV og hefur verið í notkun hjá okkur í eitt ár.
Á þessu ári hafa verið framleiddar 6 þáttaseríur, þar á meðal eru vinsælustu sjónvarpsviðburði ársins eins og Stofur fyrir EM í handbolta, EM í fótbolta og Ólympíuleikana.

Erindi á Bransadegi 2025:

Sýndarsvið RÚV

Við hjá RÚV tókum í notkun Virtual Reality lausn frá Pixotope sem við köllum Sýndarsvið.

Í þessum fyrirlestri ætlum við á útskýra hvernig framkvæmdin gekk í upphafi, hvað þarf að hafa í huga þegar þessi tækni er notuð og hvaða möguleika þessi tækni býður uppá.

Sýndarsviðið einfaldar framleiðslu og bætir nýtingu á stúdíói RÚV og hefur verið í notkun hjá okkur í eitt ár.
Á þessu ári hafa verið framleiddar 6 þáttaseríur, þar á meðal eru vinsælustu sjónvarpsviðburði ársins eins og Stofur fyrir EM í handbolta, EM í fótbolta og Ólympíuleikana.