Halli starfar hjá TrueNorth og er Stúdíó Manager hjá Foss Stúdíó. Einnig rekur hann Gló rentals, Film Security og Propshouse Iceland sem sérhæfa sig öll í þjónustu við kvikmyndageirann.
Í gegnum árin hefur hann unnið í flestum deildum kvikmyndagerðar fyrir utan HMU og Búningadeild en þar má helst nefna location Manager, Key grip, Art director, Producer, Actor, Horse wrangler, Ace actor assistant, 1 and 2 Assistant director, Security driver og runner svo einhvað sé til talið.
Erindi á Bransadegi 2025:
Framtíðarsýn og Gæðastjórnun í kvikmyndagerð
Rætt verður um hvað hefur verið gert til að þróa íslenska kvikmyndagerð sem iðnað, hvaðan sú þróun kemur og áskoranir við að innleiða þessa þróun í íslenskan raunveruleika…. gjánna sem er á milli kvikmyndagerðar sem þjónustugreinar og skapandi listgreinar … hvað og hvernig hugsunar sé þörf til kvikmyndagerðar, listrænnar, praktískrar og tæknilegrar…. hvaðan koma gæðin, fagmennskan í bransann og á hverju veltur það…. og að lokum hvernig samkeppni og samvinna tvinnast saman í bransanum.