Velkomin á Bransadaginn
6. janúar 2025 í Hörpu

Fyrirlesarar 2025

Haukur Guðjónsson

Stofnandi Sundra
Haukur Guðjónsson is a seasoned entrepreneur with over two decades of experience in founding and scaling innovative businesses. He combines his expertise in business strategy, software development, and innovation to drive impactful solutions in the startup ecosystem. A passionate advocate for inclusivity and accessibility, Haukur is currently the CEO and co-founder of Sundra, a cutting-edge platform revolutionizing captioning and translation for the video industry. 

Erindi á Bransadegi 2025:

Inngilding og aðgengi að íslensku sjónvarpsefni.

Hversu vel standa íslenskir framleiðendur og sjónvarpsstöðvar sig í að tryggja aðgengi að sjónvarpsefni fyrir alla? Um 20-30% Íslendinga eru heyrnarskertir, 18% eiga rætur að rekja til annarra landa, og 80-90% áhorfenda vilja hafa möguleikann á textun. Í þessari pallborðsumræðu ræðum við mikilvægi textunar á íslensku sjónvarpsefni og hvort hún standist kröfur samtímans.

Við fáum innsýn frá íslenskum framleiðanda, sjónvarpsstöð og Félagi heyrnarlausra. Markmiðið er að kanna hvernig við getum sameinast í því að bæta inngildingu og aðgengi svo allir hafi jafnan aðgang að íslensku sjónvarpsefni. Þetta lofar að verða áhugaverð og mikilvæg umræða.

Þátttakendur í pallborði: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður félags heyrnarlausra, Klara Alexandra Sigurðardóttir Glassriver og Helga Ólafsdóttir, RÚV.