Erindi á Bransadegi 2025:
Inngilding og aðgengi að íslensku sjónvarpsefni.
Hversu vel standa íslenskir framleiðendur og sjónvarpsstöðvar sig í að tryggja aðgengi að sjónvarpsefni fyrir alla? Um 20-30% Íslendinga eru heyrnarskertir, 18% eiga rætur að rekja til annarra landa, og 80-90% áhorfenda vilja hafa möguleikann á textun. Í þessari pallborðsumræðu ræðum við mikilvægi textunar á íslensku sjónvarpsefni og hvort hún standist kröfur samtímans.
Við fáum innsýn frá íslenskum framleiðanda, sjónvarpsstöð og Félagi heyrnarlausra. Markmiðið er að kanna hvernig við getum sameinast í því að bæta inngildingu og aðgengi svo allir hafi jafnan aðgang að íslensku sjónvarpsefni. Þetta lofar að verða áhugaverð og mikilvæg umræða.
Þátttakendur í pallborði: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður félags heyrnarlausra, Klara Alexandra Sigurðardóttir Glassriver og Helga Ólafsdóttir, RÚV.