Ingvar Jónsson hefur yfir langan ferill sinn unnið við óteljandi viðburði, tónleika og aðrar skemmtanir sem hljóðmaður. Hann hefur óbilandi áhuga á hljóði, hegðan þess og atferli og hefur tengt því sótt nám og námskeið því tengdu en þar má helst nefna nám á meistarastigi í hljóðverkfræði.
Á ferlinum hefur hann komið víða við en þar má nefna sem hljóðráðgjafi hjá Verkís og Mannvit, tæknistjóri Hörpu og Hljómahallar en nú vinnur Ingvar við tækniaðstoð notanda og pro-audio hjá Treble. Meðfram því tekur hann að sér tilfallandi stundakennslu í hljóðtækni hjá Studio Sýrlandi auk þess að hljóðblanda Sigur Rós á heimstónleikaferðum þeirra.
Erindi á Bransadegi 2025:
Tónleikaferðalag Sigur Rósar – áskoranir í hljóðstjórn
Í þessum fyrirlestri ætla ég að fara yfir tæknilegar áskoranir hljóðstjórnar á tónleikaferðalagi Sigurrósar og The Wordless Orchestra þar sem Sigurrós leikur mörg af sínum þekktari lögum ásamt 40 manna sinfóníuhljómsveit.
Hvernig gengur dagurinn fyrir sig og hvað áskoranir felast í því að viðhalda halda samræmi milli tónleika í mismunandi húsum, með mismunandi hátalarakerfi og nýja sinfóníuhljómsveit á hverjum degi.