Jara Hilmarsdóttir er meistaranemi í sýningar-, sviðs- og framleiðslustjórn við Guildford School of Acting í Englandi. Hún hefur á undanförnum árum starfað innan sviðs- og leikmunadeilda Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins, auk þess að sinna fjölbreyttum hlutverkum með sjálfstæðum óperuhópum á Íslandi, þar á meðal sem sýningarstjóri, aðstoðarleikstjóri og ljósamaður.
Jara lauk Bachelor-gráðu í klassískum söng í Þýskalandi en tók síðan ákvörðun um að færa sig úr sviðsljósinu og inn á vettvang skipulagningar, sköpunar og stjórnunar baksviðs. Í fyrirlestrinum fjallar hún meðal annars um þessa umbreytingu í starfsferli sínum—hvað leiddi hana að þessari ákvörðun og hvaða áskoranir og tækifæri fylgdu henni. Hún ber einnig saman vinnumenningu og baksviðsumhverfi á Íslandi og í Englandi og rýnir í hvernig ólík vinnubrögð, viðmót, hefðir og umhverfi hafa áhrif á framleiðsluferli sviðslista, sem og hvernig hægt sé að framleiða leikhús á umhverfisvænni hátt.
Jara lauk Bachelor-gráðu í klassískum söng í Þýskalandi en tók síðan ákvörðun um að færa sig úr sviðsljósinu og inn á vettvang skipulagningar, sköpunar og stjórnunar baksviðs. Í fyrirlestrinum fjallar hún meðal annars um þessa umbreytingu í starfsferli sínum—hvað leiddi hana að þessari ákvörðun og hvaða áskoranir og tækifæri fylgdu henni. Hún ber einnig saman vinnumenningu og baksviðsumhverfi á Íslandi og í Englandi og rýnir í hvernig ólík vinnubrögð, viðmót, hefðir og umhverfi hafa áhrif á framleiðsluferli sviðslista, sem og hvernig hægt sé að framleiða leikhús á umhverfisvænni hátt.