Erindi á Bransadegi 2026:
Sjónvarpsútsendingar
Salóme Þorkelsdóttir hefur starfað á RÚV nánast sleitulaust síðastliðin 20 ár.
Hún hóf ferilinn við að aðstoða og verkefnastýra ýmiss konar framleiðslu en vann sig hratt og örugglega upp í framkvæmdastjórastöðu og endaði loks sem upptöku- og útsendingarstjóri.
Hennar helstu verkefni eru Klassíkin okkar, Söngvakeppnin, Tónaflóð, hinir ýmsu söfnunarþættir, viðtalsþættir, spurningaþættir og þaðan mætti lengi telja. Salóme hefur einnig starfað fyrir RÚV á alþjóðlegum vettvangi tengt Eurovision.
Salóme hefur hlotið tilnefningar til Eddunnar og Íslensku sjónvarpsverðlaunanna og hlotið Edduna í þrígang fyrir Upptöku- og útsendingarstjórn ársins.
Auk starfsins hefur Salóme mikið dálæti á garðyrkju, útiveru og ferðalögum. Einnig hefur hún tekið upp á að prjóna líkt og miðaldra úthverfa móður sæmir.
Bransadagur 2026: