Fyrsti Bransadagurinn var haldinn í Hörpu árið 2024 við fádæma góða aðsókn. Dagurinn var settur á dagskrá til þess að stefna saman fagfólki sem starfar innan kvikmynda, sjónvarps, viðburða, leikhúsa, ljósa, hljóðs, framleiðslu, sviðstæki og líkum greinum til hittings í Hörpu til að fræðast og styrkja tengslin í bransanum.
Viðbrögð voru frábært og uppselt var á hann. Fjölmargir fyrirlestrar voru haldnir, málstofur, vörukynningar og skapaði svigrúm þennan fyrsta mánudag ársins til að styrkja tengslin.
Heimili Bransadagsins er í Hörpu og hefur samstarf verið afbragðsgott.
Andri Guðmundsson er tengiliður við Hörpu og situr í stýrihópi Bransadagsins.
Rafmennt er fræðslustofnun raf- og tæknigreina sem öll aðildarfélög Rafiðnaðarsambands Íslands eiga aðild að.
Tengiliður Rafmenntar er Ingi Bekk sem einnig situr í stýrihópi Bransadagsins.
Félag tæknifólks er aðildarfélag Rafiðnaðarsambands Íslands og í félaginu eru mörg sem starfa innan þessa bransa.
Tengiliður við Félag tæknifólks er Anna Melsteð sem situr einnig í stýrihópi Bransadagsins.