Velkomin á Bransadaginn
6. janúar 2025 í Hörpu

Bransadagurinn 2025

Bransadagurinn
kominn til að vera

Tökum daginn frá!

Dagur fagfólks í hljóð-, ljósa- og myndlausnum, sviðstækni, kvikmynda- og sjónvarpsgerð á Íslandi. Skapandi greinar á öllum sviðum.

Rík þörf til þess að hittast

Það sýndi sig þegar fyrsti Bransadagurinn fór í loftið 2024 að þörfin til að hittast, spjalla og fræðast var fyrir hendi í bransanum. Heill dagur dugði varla til og að loknum frábærlega vel heppnuðum degi var strax ákveðið að halda áfram og dagsetning næsta Bransadags ákveðin, fyrsta mánudag ársins.

Hugmyndin í framkvæmd

Harpa, Rafmennt og Félag tæknifólks hafa um nokkurn tíma rætt möguleika til þess að halda svokallaðan bransadag fyrir fólk sem starfar að sjónvarpi, leikhúsum, kvikmyndum, viðburðahaldi og fleiri geirum. Fyrsti bransadagurinn var haldinn 2024 og fullur hugur samstarfsaðila á framhaldi verkefnisins.