Velkomin á Bransadaginn
6. janúar 2025 í Hörpu

Fyrirlesarar 2025

USE SEE

Sjálfbærni áætlana og ráðgjöf í sjálfbærni í kvikmyndaiðnaðinum.
Frumkvöðlafyrirtækið USE SEE ehf. var stofnað í mars 2024 og stendur fyrir: Umhverfi, samfélag, efnahagur – Social, economic, environment. Stofnendur eru Heather Millard, Karólína Stefánsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir sem hafa ISO 14001 vottun  í umhverfisstjórnun fyrir skapandi greinar með sérhæfingu í kvikmyndagerð.
 
Fyrirtækið USE SEE er sprottið upp úr námskeiði sem norrænir kvikmyndasjóðir stóðu að í sameiningu til þess að skapa sameiginlega staðla og verklag (e. best practice) þegar kemur að sjálfbærum starfsháttum fyrir greinina á Norðurlöndunum.
 
Helsta verksvið USE SEE er gerð sjálfbærni áætlana og ráðgjöf í sjálfbærni, ásamt því að vera umboðsaðili fyrir Green Producers Club sem er norræn kolefnisreiknivél sem er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og orkusamsetningu. Fyrirtækið hefur einnig þróað námsefni um sjálfbæra starfshætti og framleiðslu fyrir kvikmyndagerð og hefst kennsla í vetur.
 
USE SEE ehf., is a new start-up business founded in March 2024 by Heather Millard, Karólina Stefánsdóttir and Sigríður Rósa Bjarnadóttir. The new business USE SEE ehf., stands for Umhverfi Samfélag Efnahagur – Social Economic Environment, and our plan is develop a new business that will offer our expertise as sustainability managers for the creative industries through consultancy services, hosting and teaching workshops, as well as providing an E-learning course on sustainability for the creative industries in Iceland (beginning with the film and television industry), as well as the exclusive distribution rights to license the Green Producers Tool, a Norwegian emissions calculator, that is working within all the Nordic in the creative industries and adapted to Iceland.